Frumsýning: The Big Wedding

Sambíóin frumsýna gamanmyndina The Big Wedding á miðvikudaginn næsta, þann 26. júní í  Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Ísafjarðarbíói og Bíóhöllinni Akranesi

Í aðalhlutverkum eru stórstjörnurnar Robert DeNiro, Katherine Heigl, Diane Keaton, Susan Sarandon og Robin Williams.

Myndin fjallar um fyrrverandi hjón sem ákveða að þykjast enn vera hamingjusamlega gift til að blekkja tilvonandi tengdamóður í væntanlegu brúðkaupi sonar síns!

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

„Það er heill her úrvalsleikara sem fer með aðalhlutverkin í þessari grínveislu leikstjórans og handritshöfundarins Justins Zackham sem skrifaði handritið að The Bucket List,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.

the big wedding

Þau Don og Ellie (Robert De Niro og Diane Keaton) voru gift og eignuðust saman tvö börn, Lylu og Jared, auk þess sem þau ættleiddu soninn Alejandro frá Kólumbíu. Hjónabandinu lauk hins vegar og Don byrjaði að búa með Bebe (Susan Sarandon), bestu vinkonu Ellie.

bigwedding1_large (1)Alejandro er nú að fara að kvænast en á við þann vanda að stríða að hin raunverulega móðir hans, sem er strangtrúuð og afar annt um hefðir, hefur ekki hugmynd um að þau Don og Ellie sem ættleiddu son hennar hefðu skilið. Alejandro vill ekki að hún viti hið sanna og til að forðast vandræðalegar uppákomur biður hann þau Don og Ellie að þykjast enn vera gift, svona rétt á meðan brúðkaupið stendur yfir.

Til að blekkja móður Alejandros flytur Bebe út um leið og Ellie flytur aftur inn á heimilið sem eitt sinn var hennar. Eins og gefur að skilja býður þetta upp á marga óæskilega árekstra og það er aldeilis óvíst hvort bragðið heppnist … og þá með hvaða afleiðingum …

 

Aðalhlutverk: Robert De Niro, Diane Keaton, Susan Sarandon, Amanda Seyfried, Topher Grace, Robin Williams, Katherine Heigl og Ben Barnes

Leikstjórn: Justin Zackham

Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi

Aldurstakmark: 12 ára

Fróðleiksmoli til gamans: 

• The Big Wedding er byggð á frönsku myndinni Mon frère se
marie eftir leikstjórann og handritshöfundinn Jean-Stéphane Bron.