Frumsýning: Rush

Sambíóin frumsýna kappakstursmyndina Rush á föstudaginn næsta, þann 11. október í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík, Akureyri, Bíóhöllinni Akranesi, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói og Króksbíói.

rush-movie

Rush er nýjasta mynd Ron Howards,  sem þekktur er fyrir myndir eins og Apollo 13, Cinderella Man, Beautiful Mind, Frost/Nixon og The Missing. Rush er sönn saga breska ökuþórsins James Hunt sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1976 og atti þar m.a. kappi við ríkjandi heimsmeistara, Niki Lauda. „Gagnrýnendur lofa þessa mynd í hástert en það eru þau Chris Hemsworth, Daniel Brühl og Olivia Wilde sem fara með aðalhlutverkin,“ segir í tilkynningu Sambíóanna.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Hemsworth sem fer með hlutverk James Hunt en Brühl leikur Niki Lauda. Olivia Wilde leikur Suzy Miller, fyrstu eiginkonu Hunts.

rushÞeir Hunt og Lauda voru miklir vinir utan kappakstursbrautanna og bjuggu m.a. saman í London áður en þeir slógu báðir í gegn í Formúlunni. Lauda varð heimsmeistari árið 1975 og ók fyrir Ferrari en Hunt keppti fyrir McLaren.

En James Hunt var einnig þekktur fyrir mikla gleði og þótti stórtækur til kvenna. Hann var líka mikill húmoristi og frægur að endemum, eins og til dæmis fyrir að bjóða hundinum sínum, honum Oscari, með sér í kvöldverð á dýrum veitingastöðum og láta þjóna honum til borðs …

 

Aðalhlutverk: Chris Hemsworth, Daniel Brühl, Olivia Wilde, Natalie Dormer, Rebecca Ferdinando og Tom Wlaschiha

Leikstjórn: Ron Howard

Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík, Akureyri, Bíóhöllin Akranesi, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og Króksbíó

Aldurstakmark: 12 ára

Fróðleiksmolar til gamans:

• Þeir Ron Howard, leikstjóri, og handritshöfundurinn Peter Morgan unnu einnig saman að myndinni Frost/Nixon og ætla að gera þá þriðju, In the Heart of the Sea, en í henni mun Chris Hemsworth einnig fara með aðalhlutverkið.

• James Hunt lést árið 1993, en Peter Morgan hitti Niki Lauda mörgum sinnum á meðan hann var að skrifa handrit myndarinnar og fékk hjá honum leiðbeiningar og upplýsingar svo sögulega yrði myndin sem nákvæmust.