Frumsýning – Hvíti kóalabjörninn

Sena frumsýnir á föstudaginn næsta, þann 4. janúar, teiknimyndina Hvíti kóalabjörninn, eða Outback eins og myndin heitir á frummálinu.

Hér er um að ræða teiknimynd fyrir unga kvikmyndaunnendur, talsett á íslensku og full af fjöri, húmor og hæfilega spennandi ævintýrum og uppákomum við þeirra hæfi, eins og segir í tilkynningu frá Senu.

Í myndinni segir frá hvíta kóalabirninum Jonna sem vegna litarins (kóalabirnir eru venjulega gráir eða grábrúnir) þarf að þola mikla stríðni og hlátrasköll frá hinum björnunum. Vegna þess ákveður Jonni að yfirgefa heimasvæði sitt og ganga til liðs við ferðasirkus þar sem hann hittir m.a. fyrir tasmaníubjörninn Heimish og apann Higgins, en sá hefur ákaflega gaman af því að taka ljósmyndir. Starf Jonna í sirkusnum veldur honum hins vegar vonbrigðum þegar hann kemst að því að þar á hann ekki að leika neinar listir heldur bara vera til sýnis sem furðudýr.

Hvíti Kóalabjörninn er frumsýnd á Íslandi á föstudag í eftirfarandi kvikmyndahúsum: Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri.

Leikstjóri: Selma Björnsdóttir.
Handrit: Chris Denk og Timothy Wayne Peternel.
Aðalhlutverk: Viktor Már Bjarnason, Jóhann G. Jóhannsson, Selma Björnsdóttir, Valdimar Flyering, Hjálmar Hjálmarsson, Steinn Ármann Magnússon, Sigurður Þór Óskarsson og Arnar Ívarsson.
Sýningarstaðir: Smárabíó, Háskólabíói, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri.

Sjáðu íslensku stikluna hér að neðan: