Goðsagnirnar Fimm, eða Rise of the Guardians, verður frumsýnd í Sambíóunum nk. föstudag 7. desember.
Í kynningu frá Sambíóunum segir að hér sé um að ræða stórkostlega teiknimynd frá Dreamworks þar sem margar þekktar ævintýrapersónur komi saman í fyrsta sinn og fari á kostum.
Myndin verður sýnd með íslensku tali og bæði í venjulegri útgáfu og í þrívídd.
Sjáðu stikluna hér að neðan.
Söguþráður myndarinnar er þessi: Hinn illi Pitch ógnar heimsbyggðinni og um leið draumaheimum og æsku barna um víða veröld. Til að koma í veg fyrir að áform hans verði að veruleika þurfa nú ódauðlegar ævintýrapersónur eins og jólasveinninn, tannálfurinn, páskakanínan, Óli lokbrá og Vetur konungur að taka höndum saman og ekki bara verjast atlögunni heldur tryggja öryggið og friðinn til framtíðar…
Aðalhlutverk – íslensk talsetning: Sturla Sighvatsson, Arnar Jónsson, Stefán Jónsson, Vigdís Pálsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Óli Gunnar Gunnarsson.
Aðalhlutverk – ensk talsetning: Chris Pine, Alec Baldwin, Jude Law, Isla Fisher og Hugh Jackman.
Leikstjórn – íslensk talsetning: Júlíus Agnarsson
Leikstjórn – ensk talsetning: Peter Ramsey
Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík, Smárabíó, Laugarásbíó og Akureyri.
Myndin er öllum leyfð.