Sundance kvikmyndahátíðinni bandarísku er lokið, en henni lauk með verðlaunahátíð í gærkvöldi. Það var The Dark Knight Rises leikarinn Joseph Gordon Levitt, sem þreytti frumraun sína sem leikstjóri á hátíðinni með myndinni Don Jon´s Addiction, sem hóf dagskrána á þessum orðum m.a.: „Þetta er ekki körfubolti. Þetta eru kvikmyndir. Það eru engir sigurvegarar eða taparar. Þetta er list.“
Aðalverðlaun hátíðarinnar fékk mynd Ryan Coogler – Fruitvale. Í myndinni leika þau Octavia Spencer, Chad Michael Murray og Kevin Durand en myndin segir sanna sögu af Oscar Grant, 22 ára manni sem hittir vini, óvini, fjölskyldumeðlimi og ókunnuga á síðasta degi ársins 2008.
Mike Lerner og Maxim Pozdorovkin fengu einnig stór verðlaun á hátíðinni fyrir heimildarmynd sína um Pussy Riot hljómsveitina og pönkbænina sem hún flutti í kirkju, og var dæmd í fangelsi fyrir. Myndin hlaut dómnefndarverðlaunin fyrir bestu alþjóðlegu heimildarmyndina.
Sigurvegarar Sundance 2013:
World Cinema Grand Jury Prize: Heimildarmynd: A River Changes Course, leikstýrt af Kalyanee Mam
World Cinema Documentary Special Jury verðlaunin: Pussy Riot – A Punk Prayer, leikstýrt af Mike Lerner og Maxim Pozdorovkin
World Cinema Grand Jury verðlaunin, drama: Jisuel, leikstýrt af Muel O (Suður Kórea )
Besta leikstjórn, World Cinema drama: Crystal Fairy, leikstýrt af Sebastian Silva
Besta handrit, World Cinema drama: Wajma (An Afghan Love Story), skrifað af Barmak Akram
Besta kvikmyndataka, World Cinema drama: Lasting, kvikmyndatökumaður Michal Englert
World Cinema Dramatic Special Jury verðlaunin: Circles, leikstýrt af Srdan Golubovic
Áhorfendaverðlaunin, World Cinema drama: Metro Manila, leikstýrt af Sean Ellis
World Cinema heimildarmynd: The Square, leikstýrt af Jehane Noujaim
Áhorfendaverðlaun, Best of NEXT: This is Martin Bonner, leikstýrt af Chad Hartigan (Bandaríkin)
Áhorfendaverðlaun, bandarísk heimildarmynd: Blood Brother, leikstýrt af Steve Hoover
Áhorfendaverðlaun, bandarískt drama: Fruitvale, leikstýrt af Ryan Coogler
Stuttmynd – dómnefndarverðlaun: Until the Quiet Comes leikstýrt af Kahlil Joseph.
Stuttmynd – dómnefndarverðlaun fyrir leik: Joel Nagle fyrir leik í Palimpsest.
Stuttmynd – dómnefndarverðlaun – teiknimynd: Irish Folk Furniture leikstýrt af Tony Donoghue.
Stuttmynd – dómnefndarverðlaun – heimildarmynd: Skinningrove leikstýrt af Michael Almereyda.
Stuttmynd – dómnefndarverðlaun -alþjóðleg leikin mynd: The Date leikstýrt af Jenni Toiyoniemi.
Stuttmynd – dómnefndarverðlaun, bandarísk leikin mynd: Whiplash leikstýrt af Damien Chazelle.
Stuttmynd aðalverðlaun hátíðar ( Grand Jury Prize): The Whistle leikstýrt af Grzegorz Zariczny.
Alfred P. Sloan kvikmyndin: Computer Chess, leikstýrt af Andrew Bujalski
Kvikmyndataka, alþjóðleg heimildamyndagerð: Who Is Dayani Cristal?, kvikmyndataka Marc Silver og Pau Esteve Birba
Verðlaun fyrir klippingu, alþjóðleg heimildamyndagerð: The Summit, klippt af Ben Stark
Leikstjórnarverðlaun, alþjóðleg heimildamyndagerð: The Machine Which Makes Everything Disappear, leikstýrt af Tinatin Gurchiani