Fréttir

Uppgötvar komu andkrists


Leikstjóri hrollvekjunnar The First Omen segist hafa verið aðdáandi The Omen myndaflokksins frá unga aldri.

Leikstjóri hrollvekjunnar The First Omen, sem komin er í bíó á Íslandi, Arkasha Stevenson, segist hafa verið aðdáandi The Omen myndaflokksins frá unga aldri. Það var því talsverð áskorun fyrir hana að fá það verkefni að gera forsögu upprunalegu myndarinnar frá árinu 1976 og mögulega að fá að breyta sjónarhorninu.… Lesa meira

Spennumyndafíkill frá unga aldri


Dev Patel aðalleikari, leikstjóri og einn handritshöfunda spennumyndarinnar Monkey Man, segist hafa verið spennumyndafíkill frá unga aldri.

Dev Patel aðalleikari, leikstjóri og einn handritshöfunda hasarmyndarinnar Monkey Man, sem kemur í bíó á morgun, föstudaginn 5. apríl, segist hafa verið spennumyndafíkill frá unga aldri. „Ég læddist niður og horfði á Bruce Lee í gegnum stigahandriðið í Enter the Dragon – það breytti lífi mínu,“ segir Patel í samtali… Lesa meira

Risaskrímsli tóku áhorfendur með trompi


Risaskrímslin Godzilla og King Kong tóku íslenska bíógesti með trompi um síðustu helgi.

Risaskrímslin Godzilla og King Kong tóku íslenska bíógesti með trompi um síðustu helgi en kvikmyndin um þessa ólíklegu "vini" sigldi beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans. Myndin ruddi þar með úr vegi teiknimyndinni Kung Fu Panda 4 sem setið hafði á toppinum í þrjár vikur í röð. Áfram í þriðja sæti… Lesa meira

Eins manns her – Villimannslegur stórsigur


Fyrirsögn fjögurra stjörnu dóms netmiðilsins Games Radar um Monkey Man lýsir myndinni sem Villimannslegum stórsigri.

Fyrirsögn fjögurra stjörnu dóms netmiðilsins Games Radar um fyrstu kvikmynd Slumdog Millionaire leikarans Dev Patel sem leikstjóra, hasarmyndina Monkey Man, sem kölluð hefur verið John Wick í Mumbai, lýsir myndinni sem Villimannslegum stórsigri (e. Savage Triumph). Myndin sé krefjandi, æsandi og kreysti úr manni alla orku. Gagnrýnandinn tekur ofan fyrir… Lesa meira

Líkir skrímslum við löggurnar í Lethal Weapon


Godzilla og King Kong snúa bökum saman í nýjustu kvikmyndinni!

Þegar ofurskrímslið Godzilla og risa-apinn King Kong voru síðast á hvíta tjaldinu fengum við að upplifa epískan bardaga þeirra tveggja, í kvikmynd leikstjórans Adam Wingard, Godzilla Vs. Kong. En núna hefur orðið breyting á, því í þetta skiptið, í kvikmyndinni Godzilla x Kong: The New Empire, hafa dýrin snúið bökum… Lesa meira

Aðstoða fólk við að losna við áreiti


Í tilefni af því að draugabanamyndin Ghostbusters: Frozen Empire er komin í bíó leitaði Kvikmyndir.is til Sálarrannsóknarfélags Íslands til að kanna sannleiksgildi myndarinnar.

Í tilefni af því að draugabanamyndin Ghostbusters: Frozen Empire er komin í bíó leitaði Kvikmyndir.is til Sálarrannsóknarfélags Íslands til að kanna sannleiksgildi myndarinnar. Eins og flestir ættu að vita ganga Ghostbusters kvikmyndirnar, sem eru fimm að tölu, út á baráttu svokallaðra Draugabana við vofur og aðrar forynjur sem leika lausum… Lesa meira

Þriðja vika Po á toppinum – Draugabanar efstir í Bandaríkjunum


Þriðju vikuna í röð er kínverski pandabjörninn Po í fyrsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans.

Þriðju vikuna í röð er kínverski pandabjörninn Po í fyrsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans. 2.800 manns komu í bíó að sjá myndina um helgina og tekjur voru 4,5 milljónir króna. Í öðru sæti var vísindaskáldsagan Dune: Part Two með 2.100 gesti og 4,3 milljónir í tekjur en Ghostbusters: Frozen Empire fór… Lesa meira

Hafa íbúar New York öllu gleymt?


Kvikmyndinni Ghostbusters: Frozen Empire, sem kemur í bíó núna á föstudaginn, gefst gullið tækifæri til að útskýra ýmsa undarlega hluti sem áttu sér stað í fyrri kvikmyndum í seríunni.

Kvikmyndinni Ghostbusters: Frozen Empire, sem kemur í bíó núna á föstudaginn, gefst gullið tækifæri til að útskýra ýmsa undarlega hluti sem áttu sér stað í fyrri kvikmyndum í seríunni. Frá þessu er sagt á Screenrant.com Í greininni segir að margt sé sérstakt við Ghostbusters seríuna, þrátt fyrir goðsagnakenndan stall hennar… Lesa meira

Kung Fu Panda 4 aftur vinsælust í bíó


Po, aðalhetjan í Kung Fu Panda fjögur, sýndi styrk sinn á íslenska bíóaðsóknarlistanum aðra vikuna í röð.

Po, aðalhetjan í Kung Fu Panda fjögur, sýndi styrk sinn á íslenska bíóaðsóknarlistanum aðra vikuna í röð, en myndin er enn vinsælasta kvikmynd landsins og var með 5.800 áhorfendur um síðustu helgi. Í öðru sæti er Dune með 3.200 gesti á sama tímabili. Í þriðja sæti er svo hin sannsögulega… Lesa meira

Hopkins segir atburðina geta endurtekið sig


Árið 1988, sendi BBC sjónvarpsserían “That’s Life!” út þátt um Nicholas Winton, fyrrum verðbréfasala sem hjálpaði til við að bjarga 669 börnum undan Nasistum í aðdraganda Seinni heimstyrjaldarinnar og Helfararinnar.

Árið 1988, sendi BBC sjónvarpsserían “That’s Life!” út þátt um Nicholas Winton, fyrrum verðbréfasala sem hjálpaði til við að bjarga 669 börnum undan Nasistum í aðdraganda Seinni heimstyrjaldarinnar og Helfararinnar. Eins og sést í þættinum þá komu þáttastjórnendur Winton á óvart með því að bjóða í þáttinn nokkrum af þeim… Lesa meira

Í hvern áttu að hringja …


Á sínum tíma ætlaði heil kynslóð bíógesta sér aðeins eitt þegar hún yrði stór – að verða Draugabani.

Á sínum tíma ætlaði heil kynslóð ungra bíógesta sér aðeins eitt þegar hún yrði stór – að verða Draugabani. Peter Venkman, leikinn af Bill Murray, Ray Stantz, leikinn af Dan Aykroyd, Winston Zeddemore, leikinn af Ernie Hudson, og Egon Spengler, leikinn af Harold Ramis, mynduðu goðsagnarkenndan hóp sem var bæði… Lesa meira

Banvænn faraldur veldur krónísku svefnleysi


Dystópíski spennutryllirinn VAKA er á leið í framleiðslu.

Dystópíski spennutryllirinn VAKA er á leið í framleiðslu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sagafilm. Þar segir að serían sé eftir Brynju Björk sem einnig skrifar handrit ásamt Pauline Wolff. Leikstjóri er Henrik Georgsson og Aliette Opheim og Jonas Karlsson leika aðalhlutverk. Jonas Karlsson og Aliette Opheim. Þættirnir,… Lesa meira

Pandan sigraði Dune


Teiknimyndin Kung Fu Panda 4 gerði sér lítið fyrir og ýtti stórmyndinni Dune: Part Two af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Teiknimyndin Kung Fu Panda 4 gerði sér lítið fyrir og ýtti stórmyndinni Dune: Part Two af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi, bæði hér á Íslandi og í Bandaríkjunum. Níu þúsund manns sáu myndina hér á landi en 5.200 sáu Dune. Í þriðja sætinu, niður um eitt sæti milli vikna… Lesa meira

Sagan mátti ekki vera gömul og þreytt


Leikstjóri Kung Fu Panda 4 segir að leitin að réttu sögunni til að segja af endurkomu Drekastríðsmannsins hafi verið það allra mikilvægasta.

Leikstjóri teiknimyndarinnar Kung Fu Panda 4, sem komin er í bíó hér á landi, Mike Mitchell, segir að leitin að réttu sögunni til að segja af endurkomu Drekastríðsmannsins í myndinni hafi verið það allra mikilvægasta við verkefnið. Mitchell var meðframleiðandi að Kung Fu Panda 3 en hefur nú sest sjálfur… Lesa meira

Rústa táknmyndum æskunnar


Hrollvekjan Imaginary fjallar um sakleysið sem felst í því að eiga ímyndaða vini, ímyndunarafl barna og tuskubangsann Chaunsey, sem er ekki allur þar sem hann er séður.

Hrollvekjan Imaginary, sem komin er í bíó hér á Íslandi, fjallar um sakleysið sem felst í því að eiga ímyndaða vini, ímyndunarafl barna og tuskubangsann Chaunsey, sem breytist skyndilega úr saklausu leikfangi í eitthvað dimmt, drungalegt og ískyggilegt. En afhverju varð bangsi fyrir valinu ? „Afhverju ekki,“ segir leikstjórinn Jeff… Lesa meira

Risahelgi hjá Dune: Part Two


Stórmyndin Dune: Part Two sló í gegn í miðasölunni á Íslandi og erlendis nú um helgina.

Stórmyndin Dune: Part Two sló í gegn í miðasölunni á Íslandi og erlendis nú um helgina. Næstum 7.500 manns mættu í bíó á Íslandi til að sjá myndina og tekjur voru rúmar fimmtán milljónir króna. Bíógestir sem kvikmyndir.is ræddu við um myndina eru á einu máli um að Dune: Part… Lesa meira

Töfrandi tæknibrellur í Dune: Part Two


Tæknibrellurnar í Dune: Part Two eru töfrandi. Þú finnur fyrir þeim í sálu þinni.

Tæknibrellurnar í Dune: Part Two eru töfrandi. Þú finnur fyrir þeim í sálu þinni, þær eru ekki eitthvað til að vera að brjóta heilann um. Þetta eru orð úr fjögurra stjarna dómi Robbie Collin í breska blaðinu The Telegraph en kvikmyndin, sem margir hafa beðið spenntir eftir, var frumsýnd hér… Lesa meira

Bob Marley áfram vinsælastur


Reggí goðsögnin jamaíkanska Bob Marley í kvikmyndinni Bob Marley: One Love er á toppi íslenska bíóaðsóknrlisans aðra vikuna í röð.

Reggí goðsögnin jamaíkanska Bob Marley í kvikmyndinni Bob Marley: One Love er á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Um tvö þúsund manns sáu myndina um síðustu helgi. Í öðru sæti listans, líkt og í vikunni á undan, er fyrrum toppmyndin, gamanmyndin Fullt hús, eftir Sigurjón Kjartansson. Í þriðja… Lesa meira

Natatorium: Á suðupunkti í sundlaug dauðans


„Ferskur snúningur á kunnuglegt form. Frábærlega unnin og helvíti flott sýn.“

Tómas Valgeirsson skrifar: Eflaust hafa flestir einstaklingar á skerinu okkar kalda upplifað matarboð, segjum jafnvel fjölskylduboð, þar sem allt spilast út á yfirborðinu eins og í tryggingaauglýsingu. Allt tikkar í ákveðin box formlegra félagslegra viðmiða en samt er einhver óþægilegur andi í loftinu. Þá fara óuppgerð mál með ósagðri togstreitu… Lesa meira

Reggí hljómar á toppnum


Reggígoðsögnin Bob Marley í myndinni Bob Marley: One Love settist á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Reggígoðsögnin Bob Marley í myndinni Bob Marley: One Love settist á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi og Fullt hús, toppmynd síðustu þriggja vikna, þurfti að láta sér lynda annað sætið. Rúmlega tólf þúsund manns hafa nú séð Fullt hús frá frumsýningu. Þriðja vinsælasta kvikmynd landsins er svo Madame Web… Lesa meira

Oppenheimer: Hvellur og skellur brautryðjanda


„Fyrirtaks nálgun á 'biopic' sögu sem er vel unnin og grípandi. Algjör „pabbamynd“ en af betri gerðinni.“

Tómas Valgeirsson skrifar: “Now I Am Become Death, the Destroyer of Worlds” Þetta voru hin frægu orð J. Roberts Oppenheimer, oft kallaður ‘faðir atómsprengjunnar,’ en orðin koma úr trúartexta Hindúa. Lét hann frasann falla eftir að fyrsta kjarnorkutilraunin varð að veruleika. Heimurinn yrði aldrei samur til frambúðar og margir sem unnu… Lesa meira

Græðgi að segja sögur allra


S.J. Clarkson, leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Madame Webb, sem komin er í bíó á Íslandi, útskýrir í nýrri grein í vefritinu Deadline afhverju aðrar köngulóarkonur voru ekki útskýrðar í þaula í myndinni.

S.J. Clarkson, leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Madame Web, sem komin er í bíó á Íslandi, útskýrir í nýrri grein í vefritinu Deadline afhverju aðrar köngulóarkonur voru ekki útskýrðar í þaula í myndinni. Kvikmyndin, sem er með Dakota Johnson í titilhlutverkinu, segir upprunasögu Cassandra “Cassie” Webb, síðar þekkt sem Madame Web, eða Frú… Lesa meira

Fór í stranga megrun fyrir Bob Marley: One Love


Kingsley Ben-Adir, sem leikur jamaíska reggítónlistarmanninn Bob Marley í bíómyndinni Bob Marle One Love sem komin er í bíó hér á Íslandi, lagði mikið á sig í undirbúningi fyrir tökur myndarinnar.

Breski leikarinn Kingsley Ben-Adir, sem leikur jamaíska reggítónlistarmanninn Bob Marley í bíómyndinni Bob Marley: One Love sem komin er í bíó hér á Íslandi, lagði mikið á sig í undirbúningi fyrir tökur myndarinnar. Bob Marley er einn áhrifaríkasti popptónlistarmaður tuttugustu aldarinnar. Meðal þess sem leikarinn gerði var að fara í… Lesa meira

Deadpool kitla sló heimsmet


Everyone deserves a happy ending… stiklan sem allir hafa beðið eftir fyrir ofurhetjukvikmyndina Deadpool & Wolverine, sló heimsmet þegar hún var frumsýnd á sunnudaginn síðasta

Everyone deserves a happy ending… kitlan sem allir hafa beðið eftir fyrir ofurhetjukvikmyndina Deadpool & Wolverine, sló heimsmet þegar hún var frumsýnd á sunnudaginn síðasta með 365 milljón áhorf á 24 klukkutímum. Leikstjóri myndarinner er Shawn Levy en helstu leikarar eru Ryan Reynolds, Hugh Jackman, Emma Corrin, Morena Baccarin, Rob… Lesa meira

Fullt hús: Úr „Að duga eða drepast“ yfir í „Þetta reddast“ 


„Stórfyndið sýnisdæmi um hversu langt er hægt að fara með hið klassíska „þetta reddast“ hugarfar Íslendinga“

Tómas Valgeirsson skrifar: Lífið er soddan farsi, samspil og samansafn reddinga. Í skemmtibransanum er svona atburðarás oft kennd við það að hrista bara af sér hindranirnar og „halda áfram með sjóið,“ sama hvað, sem er nokkurn veginn kjarninn í gamanmyndinni Fullt hús, þar sem Sigurjón Kjartansson sér um handrit og sest í leikstjórastólinn.… Lesa meira

Flugurnar þorðu ekki að stinga Statham


Jason Statham er mættur í hefndartryllinum The Beekeeper sem komin er í bíó á Íslandi.

Jason Statham hefur nú um áratugaskeið byggt upp ímynd sem einn af hörðustu mönnum Hollywood. Statham er sannkallað hasartröll sem getur bæði látið mestu fauta finna til tevatnsins sem og risastóra forsögulega hákarla svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta og meira til leikur í höndunum á manninum. Hann hefur einnig… Lesa meira

Fullt hús áfram á fullu skriði


Íslenska gamanmyndin Fullt hús eftir Sigurjón Kjartansson situr áfram á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð.

Íslenska gamanmyndin Fullt hús eftir Sigurjón Kjartansson situr áfram á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Næstum átján hundruð manns sáu myndina í bíó um síðustu helgi og samanlegt hafa rúmlega 6.100 séð myndina. Tekjur eru samtals 12,4 milljónir króna. Njósnir í öðru sæti Í öðru sæti listans er… Lesa meira

Poor Things: Siðspillta og spólgraða leitin að sjálfinu


„Leiksigur Stone er óumdeilanlegur og þessi marglaga og meinfyndna kvikmynd er ferlega frískandi bíó og það meira.“

Tómas Valgeirsson skrifar: Poor Things er makalaust forvitnileg og lævís skepna í gervi bitastæðs búningadrama með Óskarsverðlaunaglansi. Frá fyrstu römmum liggur í augum uppi að þessi kvikmynd hefur eitthvað mun afbrigðilegra, hvassara, ruglaðra, fantasíukenndara og hugmyndaríkara upp í erminni. Síendurtekið, í tvo(+) klukkutíma. Þvílíka veislan. Hér höfum við einhverja nýstárlega tegund af Frankenstein-sögu með retró-ívafi… Lesa meira

26 Pixar myndir frá verstu til bestu


Teiknimyndafyrirtækið Pixar hefur nú verið við lýði í næstum þrjá áratugi. Sjáðu hvernig 26 myndir raðast eftir gæðum.

Teiknimyndafyrirtækið Pixar hefur verið við lýði í næstum þrjá áratugi, en bráðum 28 ár eru frá því fyrsta myndin í fullri lengd kom frá fyrirtækinu. Vefritið Men´s Health raðaði tuttugu og sex myndum í röð eftir gæðum og má sjá listann hér fyrir neðan. [Ath. listinn var gerður áður en… Lesa meira

Engin líkari mér en þessi persóna


Bryce Dallas Howard, aðalleikkona njósnamyndarinnar Argylle, segir að persónan sem hún leikur sé lík henni sjálfri.

Bryce Dallas Howard, aðalleikkona njósnamyndarinnar Argylle, sem komin er í bíó á Íslandi, segir að persónan sem hún leikur, hlédrægur njósnasöguhöfundur sem lendir í hringiðu alvöru neðanjarðar glæpasamtaka, sé lík henni sjálfri. „Þetta er ný tegund persónu og mögulega er hún líkust mér sem einstaklingi en önnur hlutverk sem ég… Lesa meira