The Crow á ekki sjö dagana sæla með endurkomu sína á hvíta tjaldið, því nú er leikstjórinn Juan Carlos Fresnadillo(28 Weeks Later og The Intruders) búinn að segja sig úr verkefninu og er hann annar leikstjórinn til að hætta við myndina á eftir Stephen Norrington. Norrington átti að leikstýra endurkomu Krákunnar á stóra skjáinn eftir handriti Nick Caves og var það enginn annar en Mark Wahlberg sem hafði sýnt hlutverkinu áhuga sinn, en ekki varð neitt úr því. Fresnadillo var ráðinn í febrúar ásamt Alex Tse í stað Nick Caves og var Bradley Cooper búinn að skrifa undir að leika í myndinni, en í kjölfar hlutverks hans í myndinni Paradise Lost gat hann ekki leikið í The Crow.
Flestir kannast við The Crow sem kvikmyndina frá 1994 í leikstjórn Alex Proyas, en sú mynd er goðsagnakennd fyrir óheppilegan dauða Brandon Lees, aðaleikara myndarinnar, á tökustað myndarinnar. Myndin var gífurlega vinsæl í bíói þegar hún kom út og í kjölfarið voru gerðar þrjár myndir til viðbótar, en einungis ein þeirra rataði í bíóhús.
Talið er að Frensadillo muni leikstýra Highlander endurgerðinni í staðinn og ekki er vitað hvað verður um myndina nú þar sem enginn annar leikstjóri hefur verið ráðinn.