Framúrskarandi norskir leikstjórar á Stockfish

Þrír norskir leikstjórar verða gestir Stockfish – evrópskrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík og hafa kvikmyndir þeirra hlotið mikið lof og viðurkenningar m.a. á Cannes, Sundance og Berlínar kvikmyndahátíðunum.

stockfish-logo-2015

Það eru þau Bent Hamer, einn þekktasti og reynslumesti leikstjóri Norðmanna sem kemur með kvikmyndina 1001, framlag Noregs til Óskarsverðlaunanna í ár. Leikstjórinn Eskil Vogt kemur með kvikmyndina Blind sem víða hefur hlotið verðlaun og tilnefningar sem besta kvikmyndin. Einnig kemur Unni Straume með heimildarmyndina REMAKE.me sem fjallar um ferð kvikmyndagerðarmanns og hvernig sveiflur milli raunveruleika og fantasíu skapa nýjar og óvæntar sögur.

Bent og Eskil verða viðstaddir setningu Stockfish – evrópskrar kvikmyndahátíðar næstkomandi fimmtudag 19. febrúar og verða myndir þeirra sýndar 20.,21. og 24. febrúar. Unni verður viðstödd síðari hluta hátíðarinnar.