Framtíðartryllirinn Divergent – Fyrsta kitla!

Fyrsta kitlan fyrir framtíðartryllinn Divergent er komin út. Um er að ræða 12 sekúndna langt sýnishorn en á Facebook síðu myndarinnar segir að von sé á frekari sýnishornum úr myndinni á MTV Video Music Awards verðlaunahátíðinni sem fram fer í í kvöld í Bandaríkjunum, sunnudagskvöldið 25. ágúst.

Kitlan er stutt, en þar má þó sjá spennandi atriði eins og slagsmál, byssubardaga og fleira.

Fyrir þá sem ekki þekkja Divergent þá er myndin unnin upp úr skáldsögu Veronica Roth og fjallar um Beatrice Prior, leikin af Shailene Woodley, unglingsstúlku sem býr í Chicago í framtíðinni eftir að hamfarir hafa orðið á Jörðinni og samfélaginu hefur verið skipt upp í fimm fylkingar sem segja til um hvernig lífi fólk lifir.

_1377205260

Tris var alin upp af hinni óeigingjörnu Abnegation fylkingu, en þegar kemur að prófinu sem sker úr um hvaða fylking hentar henni best, þá er henni sagt að það sé Divergent fylkingin, sem þýðir að hún mun aldrei passa inn í aðra fylkingu.

_1377205225

 

 

 

 

 

 

Divergent kemur í bíó 21. mars á næsta ári.