Það er verið að undirbúa framhaldið af grínmyndinni The Whole Nine Yards, og þegar hefur Bruce Willis skrifað undir samning um að leika aðalhlutverkið. Enn hafa ekki borist fréttir af því hvort hinir leikararnir í myndinni, Matthew Perry, Natasha Henstridge og Amanda Peet muni snúa aftur. Myndin fjallar um frekari ævintýri leigumorðingjans sem á heima við hliðina á tannlækninum í úthverfinu. Henni verður leikstýrt af Howard Deutch ( The Replacements ).

