Framhald af Ring

Rétt eins og það komu tvö framhöld af hinni japönsku Übersnilld Ringu, þá verður gert eitt ef ekki fleiri framhöld af hinni bandarísku endurgerð myndarinnar sem ber nafnið The Ring. Ring hefur slegið all hrikalega í gegn í Bandaríkjunum og hefur halað inn vel yfir 100 milljónir dollara. Aðalleikkona myndarinnar, Naomi Watts, er samningsbundin til þess að leika í framhaldinu, og vonast er til þess að leikstjórinn Gore Verbinski snúi einnig aftur. Þar fyrir utan, vonast Dreamworks kvikmyndaverið til þess að handritshöfundurinn Ehren Kruger vilji aftur vera með og fáist til þess að skrifa handritið að framhaldinu. Hugmyndin er sú að þróa bæði framhald af myndinni og einnig aðra sem á að hafa gerst á undan, og sjá svo til hvor þykir vænlegri til árangurs.