Eftir velgengni myndarinnar Lincoln, sem fjallaði um sextánda forseta Bandaríkjanna Abraham Lincoln, þá er DreamWorks kvikmyndafyrirtækið tilbúið í næstu ævisögulegu mynd. DreamWorks og Warnar Bros. eiga nú í viðræðum um að framleiða í sameiningu mynd um blökkumannaleiðtogann bandaríska Martin Luther King Jr., en Jamie Foxx myndi leika King og Oliver Stone myndi leikstýra.
Þessi mynd er búin að vera í undirbúningi í nokkurn tíma, en upphaflega var byrjað að þróa hana árið 2009.
Enn er þónokkuð verk óunnið í undirbúningi, en líklegt er að myndin fari á flug ef samningar nást við Stone og Foxx.
Myndin myndi segja frá ævi blökkumannaleiðtogans allt frá æsku og upppexti og þar til hann var ráðinn af dögum árið 1968.
Kario Salem skrifaði handritið.
Foxx og Stone eru ekki óvanir sögulegum myndum. Stone gerði JFK, um John F. Kennedy Bandaríkjaforseta, World Trade Center og W, um George W. Bush, Bandaríkjaforseta, og Foxx lék tónlistarmanninn Ray Charles í Ray, en fyrir það hlutverk fékk hann Óskarsverðlaunin.