Disney í samstarfi við Lucasfilm staðfestu á ráðstefnu fyrir stuttu að sjöunda Star Wars myndin mun hefja tökur í maí næstkomandi. Myndin gerist þrjátíu árum eftir sögu Return of the Jedi og verða nýjar persónur kynntar til sögunnar.
Forstjóri Disney, Bob Iger, opnaði fundinn á því að tilkynna að engin stórtíðindi væru úr herbúðum Disney hvað varðar myndina, en hann staðfesti þó að myndin væri komin vel á leið, hvað varðar framleiðsluna.
„Kjaftasögurnar eru á þá leið að nánast hver einasti leikari í heiminum muni leika í myndinni. Það sem komið er, þá hefur aðeins einn verið staðfestur og er það R2D2, leikinn af R2D2.“ var haft eftir Iger á ráðstefnu í Portland, Oregon.
Girls-leikarinn Adam Driver hefur verið orðaður við hlutverk óþokkans í myndinni. Einnig hafa leikararnir Ed Speelers, John Boyega og Jesse Plemons verið orðaður við hlutverk hetjunnar.
Star Wars: Episode VII verður frumsýnd þann 18. desember, 2015.