Nýtt öryggismyndband flugfélags Nýja Sjálands er fremur óvenjulegt. Myndbandið fer frumlegar leiðir og fær m.a. til sín nokkra úr leikarahóp Hobbitans og Hringadróttinssögu, þar á meðal Elijah Wood, til þess að leika í myndbandinu.
Eins og flestir vita þá hafa báðir þríleikir Peter Jacksons um sögur J.R.R Tolkien verið myndaðir á Nýja Sjálandi. Ferðamálaráð Nýja-Sjálands hefur ákveðið að nýta sér myndirnar til að markaðssetja landið sem Hringadróttinssögu-landið. Nýja-Sjáland verður þannig auglýst sem Miðgarður og höfuðborgin Wellington sem miðpunktur ævintýraheimsins Tolkiens.
Í þesssu stórskemmtilega öryggismyndbandi, sem má sjá hér að neðan, segir leikstjórinn Peter Jackson m.a. farþegum að slökkva þurfi á öllum raftækjum. Elijah Wood fer einnig með stórt hlutverk í myndbandinu og leikur m.a. barn og biður svo ferðamenn velkomna til Miðgars í lok myndbandsins.