Maður að nafni Wayne McClammy leikstýrði tveimur gríðarlega vinsælum „viral“ myndböndum sem birtust í þætti Jimmy Kimmel og
slógu gjörsamlega í gegn. Það fyrsta hét „I’m F**king Matt Damon“ og
það síðara hét „I’m F**king Ben Affleck“ – þið vitið öll hvað ég er að
tala um.
McClammy hefur skrifað undir samning við 20th Century Fox um að leikstýra sinni fyrstu mynd sem mun bera nafnið Cool School.
Myndin mun fjalla um nokkra framkvæmdastjóra á þrítugsaldri sem eru
sendir aftur í framhaldsskóla til að læra að vera töff aftur.
Framleiðandi What happens in Vegas… mun framleiða myndina.

