Fjögurra tíma löng kvikmynd kvikmyndaleikstjórans filippeyska Lav Diaz, Ang Babaeng Humayo ( The Woman Who Left ) vann aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum á Ítalíu, sem lauk nú um helgina.
Myndin sem er 3 klukkutímar og 46 mínútur að lengd, segir frá kennslukonu sem leitar hefnda eftir að hafa setið í fangelsi í 30 ár fyrir glæp sem hún framdi ekki.
Diaz, sem tók kvikmyndina upp sjálfur í svart-hvítu, segir að myndin sé vísun til endurreisnar Filippseyja eftir alda langa nýlendustjórn.
„Þetta er fyrir landið mitt, fyrir Filippseyinga, fyrir baráttu okkar, fyrir baráttu mannkyns,“ sagði hinn 57 ára gamli leikstjóri þegar hann tók við Gullna ljóninu.
Sigurinn er sögulegur og mjög mikilvægur fyrir blómstrandi kvikmyndaiðnaðinn í landinu. Með ódýrari stafrænni tækni, ókeypis kynningum á samfélagsmiðlum og litlum kvikmyndahátíðum í landinu, og lágum kostnaði, þá hafa sjálfstæðar kvikmyndir farið fram úr stærri hefðbundnum kvikmyndum á Filippseyjum, þegar kemur að áhorfi og tekjum.
Yfirmaður dómnefndar Feneyjahátíðarinnar var breski James Bond leikstjórinn Sam Mendes. Annað sæti féll í skaut leikstjórans Tom Ford fyrir Nocturnal Animals. Emma Stone var valin besta leikkona fyrir frammistöðu sína í La La Land.