Ef þú hefur ekki séð kvikmyndina Fight Club, með þeim Edward Norton og Brad Pitt í aðallhlutverkum þá ráðleggjum við þér að horfa ekki á þetta myndband. Fyrir alla þá sem hafa séð myndina þá er myndbandið sem um ræðir mjög áhugavert að því leyti að persóna Brad Pitt, Tyler Durden, er fjárlægður úr einni senu og sjáum við þá í rauninni hvernig aðalpersónan hagar sér og komumst við þannig nær geðveikinni sem átti sér stað.
Í myndinni er einmitt Tyler Durden aðeins ímyndun aðalpersónunnar, og því er þeirri persónu bætt inn svo áhorfandinn sjái og haldi að Durden sé raunveruleg. Í rauninni er hann aldrei til staðar, heldur aðeins hugarástand og er því áhugavert að sjá raunverulegar aðstæður aðalpersónunnar í þessu myndbandi.