Ferðast í gegnum ormagöng

Ný stikla úr nýjustu mynd Christopher Nolan, Interstellar, var sýnd í dag. Í stiklunni er farið mun ítarlegra í efni myndarinnar og fáum við að sjá brot úr ferðalagi geimfaranna í gegnum ormagöng í geimnum.

Matthew McConaughey leikur verkfræðing sem er beðinn um að taka þátt í geimferð þar sem ætlunarverkið er að bjarga mannkyninu. Myndin skartar einnig stjörnum á borð við Anne Hathaway, Jessica Chastain, Michael Caine, Casey Affleck og Topher Grace. Myndin verður frumsýnd þann 7. nóvember næstkomandi.

edit

Myndin fjallar um ævintýri hóps könnuða sem notfæra sér ormagöng í geimnum til að fara lengra en menn hafa nokkru sinni farið áður í geimferðum, og geta með því móti farið á milli stjörnukerfa. Handritið er sagt vera blanda af hugmynd Nolan sjálfs, og handriti bróður hans Jonathan Nolan.

Smelltu HÉR til þess að sjá stikluna.