Fer 100 ár fram í tímann

Ný stikla er komin út fyrir nýjustu mynd Colin Farrell, Winter´s Tale.  Myndin er rómantískt drama og aðrir leikarar eru helstir þau Jessica Brown Findlay, Russell Crowe og Jennifer Connelly. Myndin er byggð á fantasíu skáldsögu frá árinu 1983 eftir bandaríska rithöfundinn Mark Helprin.

Winters-Tale-Colin-Farrell

Myndin hefst snemma á síðustu öld og fjallar um smákrimma sem Farrell leikur, sem verður ástfanginn af dauðvona konu, sem leikin er af Findley, sem á heima í húsi sem hann brýst inn í.  Hann hefur einnig reitt vægðarlausan glæpamann, sem Crowe leikur, til reiði, sem reynir að drepa hann. En þá gerist það að Farrell vaknar í New York nútímans og fer að reyna að finna út úr því hver hann er.

Aðrir í leikarahópnum eru Will Smith, William Hurt, Eva Marie Saint, Matt Bomer og Lucy Griffiths. Myndin er fyrsta myndin sem Akiva Goldsman leikstýrir, en hann vann Óskarsverðlaunin fyrir handrit sitt að Russell Crowe myndinni A Beautiful Mind.

Winter´s Tale kemur í bíó í Bandaríkjunum á Valentínusardaginn næsta.

 

Fer 100 ár fram í tímann

Ný stikla er komin út fyrir nýjustu mynd Colin Farrell, Winter´s Tale.  Myndin er rómantískt drama og aðrir leikarar eru helstir þau Jessica Brown Findlay, Russell Crowe og Jennifer Connelly. Myndin er byggð á fantasíu skáldsögu frá árinu 1983 eftir bandaríska rithöfundinn Mark Helprin.

Winters-Tale-Colin-Farrell

Myndin hefst snemma á síðustu öld og fjallar um smákrimma sem Farrell leikur, sem verður ástfanginn af dauðvona konu, sem leikin er af Findley, sem á heima í húsi sem hann brýst inn í.  Hann hefur einnig reitt vægðarlausan glæpamann, sem Crowe leikur, til reiði, sem reynir að drepa hann. En þá gerist það að Farrell vaknar í New York nútímans og fer að reyna að finna út úr því hver hann er.

Aðrir í leikarahópnum eru Will Smith, William Hurt, Eva Marie Saint, Matt Bomer og Lucy Griffiths. Myndin er fyrsta myndin sem Akiva Goldsman leikstýrir, en hann vann Óskarsverðlaunin fyrir handrit sitt að Russell Crowe myndinni A Beautiful Mind.

Winter´s Tale kemur í bíó í Bandaríkjunum á Valentínusardaginn næsta.