Farrell var grunaður um morðtilraun

True Detective 2 leikarinn Colin Farrell lýsti því yfir í spjallþætti Jimmy Fallon, The Tonight Show, í vikunni, að hann hefði verið yfirheyrður af lögreglu í Ástralíu þegar hann unglingur, grunaður um morð.

farrell

Leikarinn játaði þetta þegar hann tók þátt í leik í spjallþættinum ásamt meðleikara sínum í True Detective, Vince Vaughn.

Farrell sagði að hann hefði haft áhyggjur af því þegar þetta gerðist hve líkur hann var mynd af glæpamanninum þegar lögreglan yfirheyrði hann, og sagðist hafa sagt við þá „Ég held ég sé í vanda.“

„Í smá tíma, af því að ég hafði dottið út þetta kvöld, þá velti ég fyrir mér, „gæti ég hafa gert svona lagað?“ „, sagði Farrell. „Þeir sýndu mér skissu af manninum sem átti að hafa gert tilraun til morðs – hann hafði barið hann og skilið eftir í blóði sínu í íbúðinni sinni, en kveikt í íbúðinni áður en hann fór, og þar með skilið hann eftir til að brenna til dauða. Skissan var af manni með miklar augabrúnir, vörtu á andlitinu, og talaði meira að segja með írskum hreim.“

En þó að Farrell hafi dottið út þetta kvöld og ekki munað allt sem gerðist, þá mundi vinur hans eftir því hvað á þeirra daga dreif, og gat sagt lögreglunni að þeir hefðu verið saman í veislu, „í hinum enda bæjarins að taka alsælu ( ecstacy ).“

Vaughn, sem kom í þáttinn eftir að þetta var sent út, sagði að það hefði verið „skrýtið og óþægilegt“ að heyra þetta, og að hann hafi verið dálítið taugastrekktur þegar hann fór út að borða með leikaranum eftir þetta.