Fargo 3 kemur 19. apríl

FARGO — “Before The Law” — Episode 202 (Airs October 19, 10:00 pm e/p) Pictured: Ted Danson as Hank Larsson.
CR: Chris Large/FX

Í gær tilkynnti FX sjónvarpsstöðin að fyrsti þátturinn í þriðju þáttaröð sjónvarpsþáttanna Fargo yrði frumsýndur 19. apríl nk.

Fyrstu tvær þáttaraðirnar nutu mikilla vinsælda, og ríghéldu manni í sjónvarpssófanum.

Þættirnir munu gerast árið 2010, og með helstu hlutverk fara Ewan McGregor sem tveir tvíburar,  Carrie Coon leikur lögreglustjóra að nafni Gloria Burgle, Mary Elizabeth Winstead úr myndinni 10 Cloverfield Lane leikur kærustu tvíburans sem nýtur minni velgengni en hinn, og David Thewlis er dularfullur einfari og sannur auðvaldssinni.

Samkvæmt fréttum þá er óhætt að búa sig undir drungalega og ískalda spennu.

Hér má lesa sitthvað fleira um þættina.

Stikk: