Er Battleship nýja Transformers?

Frá leikstjóranum (og leikaranum) Peter Berg, sem meðal annars færði okkur The Rundown, The Kingdom og Hancock, kemur risastór sumarsprengja sem hefur líklegast verið framleidd til að ná til áhorfendahópa Transformers-myndanna. Það er svosem ekki skrítið, enda er leikfangafyrirtækið Hasbro að hluta til að styrkja myndina. Stórmyndin Battleship er satt að segja byggð á samnefndu spili. Einhverjir ættu kannski að muna eftir því. Hér er gömul auglýsing:

Það er öruggt að segja að þessi væntanlega hasarmynd sé nokkuð lauslega byggð á þessu spili, en hér er nýjasti trailerinn fyrir myndina. Hún er frumsýnd næsta sumar. Endilega segið ykkar skoðanir.