Er allt að verða vitlaust?

Það mætti halda það, því sjaldan eða aldrei hafa heyrst jafn furðulegar fréttir og þær sem nú eru að berast. Leikstjórinn McG ( Charlie’s Angels ) mun leikstýra kvikmynd byggðri á leikföngunum Hot Wheels. Það eru litlir leikfangabílar, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. McG sagði að í myndinni yrði að finna flest það sem fólk vildi sjá. Heillandi unga hetju, hættur, þrautir og ást. Enginn söguþráður (!) hefur enn fengist, en fastlega má búast við því að þetta verði næsta mynd leikstjórans um leið og hann klárar Charlie’s Angels: Full Throttle. Myndin verður gerð fyrir Columbia kvikmyndaverið.