Englandsdrottning heimsækir tökustað Game of Thrones

Elísabet Englandsdrottning er nú í opinberri heimsókn á Írlandi. Heimsótti hún m.a. tökustað sjónvarpsþáttanna Game of Thrones í dag, en tökur fara nú fram í Belfast. Drottningin var mynduð í bak og fyrir við hlið hins fræga hásætis úr þáttunum, sem er betur þekkt sem „Iron Throne“.

Queen-Elizabeth

Drottningin spjallaði við leikara þáttanna og má þar nefna Lena Headey, Maisie Williams og Sophie Turner. Framleiðendur þáttanna, David Benioff og Dan Weiss fylgdu drottningunni um settið og kynntu henni fyrir þáttunum.

„Hún vildi meina að það væri örugglega óþægilegt að sitja í hásætinu,“ sagði Maisie Williams, sem fer með hlutverk Arya Stark í þáttunum.

Heimsóknin á tökustaðinn er aðeins einn liður af mörgum í heimsókn drottningarinnar til Írlands, en margir muna eftir heimsókn hennar árið 2011 og voru það sönn tímamót því það var í fyrsta sinn sem ríkjandi konungur eða drottning Englands heimsótti Írland frá því að landið hlaut sjálfstæði árið 1921.