Mynd Zack Snyder, Man of Steel 2, eða Batman vs. Superman, er að fara í gang eins og við sögðum frá rétt í þessu. Búið er að ráða aðalleikara fyrir þónokkru og annað er að púslast saman. Enn er þó einn maður sem ekki veit hvort hann muni mæta aftur til leiks, en það er Óskarsverðlaunatónskáldið Hans Zimmer, sem samdi tónlistina í Man of Steel, og allar The Dark Knight myndir Christopher Nolan, en Nolan var framleiðandi Man of Steel.
„Í sannleika sagt þá er ég eiginlega fyrst núna að jafna mig á þessu,“ sagði Zimmer í samtali við vefmiðilinn Vulture. „Núna líður mér eins og ég vilji ekki endurtaka leikinn. Það er engin góð ástæða akkúrat núna til að gera þetta, en margar góðar ástæður fyrir því að gera það ekki.“
Zimmer segir til viðbótar að hann sé búinn að fá pínu nóg af framhaldsseríum, eftir að hafa unnið að öllum The Dark Knight myndunum og Pirates of the Caribbean myndunum. „Ég hafði í raun ekki mjög gaman að Pirates 4,“ viðurkennir Zimmer. “
Zimmer segir að eina ástæðan fyrir því að hann snúi mögulega aftur í Man of Steel 2 sé vegna leikstjórans. „Ég naut þess að vinna með Zack Snyder, þannig að hluti af ákvörðuninni yrði af persónulegum toga.“