Nú styttist óðum í fimmtu Die Hard myndina, A Good Day to Die Hard, en hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum í febrúar nk.
Til að stytta biðina eru hér að neðan nokkrir hlutir sem geta hjálpað til. Fyrst eru það skilaboð frá „syni“ Bruce Willis í myndinni, leikaranum Jai Courtney.
Þá er birt ný mynd úr myndinni og svo nýtt plakat.
Sjáðu skilaboðin frá Jai hér að neðan ásamt stuttum atriðum úr myndinni:
Eins og sést í atriðinu eru þeir feðgar í kröppum dansi í Rússlandi og lítið um faðmlög á þeim bænum, enda segir á plakatinu: „Like father. Like Son. Like hell“
Hér að neðan er svo mynd úr myndinni, af þeim feðgum í lyftu, með byssu, að horfa á eitthvað …
Og hér að neðan er svo nýja plakatið:
Söguþráðurinn er þessi: John McClane fer til Rússlands til að hjálpa að því er virðist ódælum syni sínum Jack, aðeins til að komast að því að Jack er leyniþjónustumaður sem vinnur að því að koma í veg fyrir rán á kjarnorkuvopnum, sem verður til þess að þeir feðgar þurfa að vinna saman gegn neðanjarðarsamtökum.
Hvernig líst ykkur á myndina?