Eldfjall brestur í söng

Eldgosið í Holuhrauni hefur varla farið framhjá neinum landsmanni þó það hafi einungis staðið í 3-4 klukkustundir. Ísland er þekkt fyrir mikla eldvirkni og munum við öll eftir gosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. Íslendingar hafa í gegnum tíðina séð mörg eldgos og eigum við örugglega eftir að sjá enn fleiri á komandi árum.

LAVA

Það fyrsta sem kemur í hugann þegar eldgos er nefnt er eldspúandi fjall með tilheyrandi svörtum reyk sem gerir allt gráleitt í kringum sig. Ef marka má teiknimyndarisann Pixar þá virðast eldfjöllin í suðri vera mun rómantískari og söngelskari heldur en hérna á klakanum.

Pixar er þekkt fyrir að gera bíla, dót og aðra hluti mannlega og nú er komið að eldfjallinu Uku í stuttmyndinni Lava. Í myndinni er fylgst með þessu söngelska eldfjalli sem lætur hitann ekki aftra sér.

Í nýju sýnishorni úr myndinni má sjá og heyra eldfjallið syngja fallegan söng um drauma sína.

Stikk: