Ekkert fararsnið á Paddington í Perú

Paddington í Perú var á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans fjórðu vikuna í röð eftir sýningar síðustu helgar. Bob Dylan myndin A Complete Unknown hélt öðru sætinu frá síðustu viku en í þriðja sætið er komin teiknimyndin Þegar Jörðin sprakk í loft upp.

Íslenska myndin Fjallið fór ný á lista rakleiðis í fjórða sætið og Love Hurts, sem einnig var frumsýnd um síðustu helgi, hafnaði í áttunda sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: