„Ég drap ekki hvolp“ segir Seagal

Hasarmyndaleikarinn og Aikido meistarinn, og nú sjónvarpsstjarnan, Steven Seagal neitar því að hafa drepið hvolp, þegar hann tók þátt í lögregluaðgerð í Arizona í Banaríkjunum, sem var tekin upp fyrir sjónvarpsþætti leikarans, Steven Seagal: Lawman.

Seagal segir í yfirlýsingu sem sýslumaðurinn í Maricopa sýslu gaf út á fimmtudag, að hann hefði verið kallaður ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, og alls ekki öllum fallegum. En hann sætti sig ekki við að vera kallaður dýraníðingur.

Það var Jesus Sanchez Llovera sem kom með ábendingu um atvikið til lögreglu, en ekki hefur verið lögð fram formleg kæra ennþá. Jesus sagði að 11 mánaða gamall hvolpur sem hann á, hafi verið skotinn og drepinn í lögregluaðgerð, og lögreglan hafi einnig drepið 100 hana sem hann átti.
Segal kom á svæðið í bryndreka.
Embætti sýslumanns hafnar ásökunum Llovera. „Enginn hundur var meiddur, og þaðan af síður drepinn, í aðgerðinni. Í raun og veru, þá var ekki hleypt af einu einasta skotvopni í aðgerðinni. Samkvæmt vitnum þá var hundur viðstaddur á lóð Jesus Llovera, þegar lögreglumenn og sérsveitarmenn, þar sem Seagal var á meðal, komu inn á lóðina með heimild til að handtaka Llovera vegna ákæru um að hann stæði fyrir hanaslag, og til að taka með sér sönnunargögn.“

Bæði Joe Arpaio, sýslumaður í Maricopa County, sem er best þekktur fyrir stranga afstöðu gegn ólöglegum innflytjendum, og Seagal segja að Llovera og lögmaður hans Joseph Campos séu að skálda þetta með hvolpadrápið til að vekja athygli á kærunni og til að hækka mögulega bótafjárhæð.

„Llovera vill fá peninga og lögmaður hans vill verða frægur af endemum,“ segir Seagal. „Lítið bara á vefsíðu Camposar, og það fyrsta sem þú sérð eru hans 15 mínútur af frægð þar sem hann er að tala vði Inside Edition um þetta.“

"Ég drap ekki hvolp" segir Seagal

Hasarmyndaleikarinn og Aikido meistarinn, og nú sjónvarpsstjarnan, Steven Seagal neitar því að hafa drepið hvolp, þegar hann tók þátt í lögregluaðgerð í Arizona í Banaríkjunum, sem var tekin upp fyrir sjónvarpsþætti leikarans, Steven Seagal: Lawman.

Seagal segir í yfirlýsingu sem sýslumaðurinn í Maricopa sýslu gaf út á fimmtudag, að hann hefði verið kallaður ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, og alls ekki öllum fallegum. En hann sætti sig ekki við að vera kallaður dýraníðingur.

Það var Jesus Sanchez Llovera sem kom með ábendingu um atvikið til lögreglu, en ekki hefur verið lögð fram formleg kæra ennþá. Jesus sagði að 11 mánaða gamall hvolpur sem hann á, hafi verið skotinn og drepinn í lögregluaðgerð, og lögreglan hafi einnig drepið 100 hana sem hann átti.
Segal kom á svæðið í bryndreka.
Embætti sýslumanns hafnar ásökunum Llovera. „Enginn hundur var meiddur, og þaðan af síður drepinn, í aðgerðinni. Í raun og veru, þá var ekki hleypt af einu einasta skotvopni í aðgerðinni. Samkvæmt vitnum þá var hundur viðstaddur á lóð Jesus Llovera, þegar lögreglumenn og sérsveitarmenn, þar sem Seagal var á meðal, komu inn á lóðina með heimild til að handtaka Llovera vegna ákæru um að hann stæði fyrir hanaslag, og til að taka með sér sönnunargögn.“

Bæði Joe Arpaio, sýslumaður í Maricopa County, sem er best þekktur fyrir stranga afstöðu gegn ólöglegum innflytjendum, og Seagal segja að Llovera og lögmaður hans Joseph Campos séu að skálda þetta með hvolpadrápið til að vekja athygli á kærunni og til að hækka mögulega bótafjárhæð.

„Llovera vill fá peninga og lögmaður hans vill verða frægur af endemum,“ segir Seagal. „Lítið bara á vefsíðu Camposar, og það fyrsta sem þú sérð eru hans 15 mínútur af frægð þar sem hann er að tala vði Inside Edition um þetta.“