Heimsfrægu kvikmyndagagnrýnendurnir Roger Ebert og Richard Roeper hafa ákveðið a slíta öll tengsl við núverandi þátt sinn At the movies with Ebert & Roeper, en í þættinum gagnrýndu þeir myndir, bæði klassískar og þær heitustu í bíó og á DVD.
Ebert hefur verið í þættinum frá upphafi, eða í 22 ár, en hann unnið á þessum vettvangi í yfir 30 ár með Gene Siskel sem lést árið 1999 vegna misheppnaðrar aðgerðar á heilaæxli. Hins vegar hefur Ebert ekkert komið við sögu í þættinum síðustu tvö ár vegna heilsufarsástæðna, en hann segist ekki hafa hætt í honum af þeirri ástæðu, heldur hafi honum ekki líkað stefnan sem þátturinn var farinn að taka. Roeper hætti í þættinum einum degi fyrir tilkynningu Ebert og gaf upp þá ástæðu að samningar um laun og annað hefðu ekki nást.
Ebert neitar að tala um þessa stefnubreytingu þáttarins, en orðrómar segja að framleiðendurnir vilji gera hann Hollywood vænari, t.d. með því að breyta útliti hans algerlega sem hefur nánast verið óbreytt síðan frá upphafi.
Þátturinn voru mjög einfaldlega uppbyggðir, tveir gagnrýnendur sem sátu þvert á móti hvor öðrum töluðu um kvikmyndir. Fyrir þá sem ekki vita þá er Ebert maðurinn sem fann upp „Two Thumbs Up!“ stjörnukerfið fræga, ásamt Siskel.
***UPPFÆRT 23.júlí***
Ben Lyons og Ben Mankiewicz hafa verið ráðnir í staðinn fyrir Ebert & Roeper, en Lyons er kvikmyndagagnrýnandi fyrir skemmtistöðina E! og Mankiewicz er þáttastjórnandi hjá Turner Classic Movies og starfar einnig í útvarpi. Þeir hefja störf 6.september næstkomandi.

