Eftir að Steven Spielberg gekk úr skaftinu og hætti við að leikstýra myndinni American Sniper, hefur Warner Bros leitað að nýjum leikstjóra fyrir myndina. Nú er þeirri leit hugsanlega lokið en fyrirtækið á nú í viðræðum við sjálfan Clint Eastwood um að leikstýra myndinni.
American Sniper er ævisöguleg mynd með Bradley Cooper í hlutverki sérsveitarmanns sem vann sem leyniskytta og drap 150 manns á ferlinum. Myndin er byggð á bókinni American Sniper: The Autobiography of the Most Lethal Sniper in U.S. Military History, efitr Chris Kyle, Scott McEwan og Jim DeFelice.
Framleiðslufyrirtæki Cooper, 22nd & Indiana Pictures, og fyrirtæki Andrew Lazar, Mad Chance Productions, tryggðu sér kvikmyndaréttinn á bókinni fyrir einu ári síðan.
Eastwood er nú við tökur á söngvamyndinni Jersey Boyz, sögunni um hljómveitina The Four Seasons, og gæti mögulega farið beint í American Sniper ef um semst.