Stórleikarinn Dustin Hoffman ( Wag the Dog ) er með nýja mynd í farteskinu. Nefnist hún Head Case, og í henni leikur hann íþróttasálfræðing sem er með tennisstjörnu í andlegum erfiðleikum í meðferð. Handritið er skrifað af David Wiger, enginn leikstjóri hefur enn verið nefndur en Miramax kemur til með að framleiða. Hoffman var í millitíðinni að ljúka leikstjórafrumraun sinni sem heitir Personal Injuries og var að ljúka leik sínum í dramanu Baby´s In Black.

