Duchovny leikstýrir

X-Files sjarmörinn David Duchovny mun á næstunni leikstýra sinni fyrstu mynd. Nefnist hún The House OF D og er saga manns sem reynir að ná áttum í lífinu, og gera upp sín mál við fólkið sem hefur gert hann að því sem hann er í dag. Duchonvy mun sjálfur leika aðalhlutverkið í myndinni, en auk hans mun konan hans Tea Leoni, Robin Williams og Tyler Hoechlin ( Road to Perdition ) leika í myndinni. Tökur hefjast síðar á árinu.