Drepinn af Stallone, Willis og Schwarzenegger

Þessar stórmerkilegu staðreyndir birtust fyrst í maí hefti Mynda mánaðarins:

Uppáhaldsmynd Rons Perlman er Nobody’s Fool frá árinu 1994. Hans fyrsta kvikmyndahlutverk var aðalhlutverkið í Quest For Fire árið 1981 í leikstjórn Jean-Jacques Annaud.

nicole kidman

Nicole Kidman var fyrsta ástralska leikkonan til að vinna Óskarsverðlaun.

Aðeins tveir karlleikarar hafa hlotið BAFTA-verðlaunin fyrir leik í aðalhlutverki tvö ár í röð. Sá fyrri var Rod Steiger fyrir myndirnar The Pawnbroker og In the Heat of the Night
og sá seinni Colin Firth fyrir myndirnar A Single Man og The King’s Speech.

Robert Patrick er eini leikarinn sem hefur verið drepinn í bíómynd af þeim öllum, honum Bruce Willis, Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger.

Skeet Ulrich heitir réttu nafni Bryan Ray Trout. Áður en hann fór að leika stundaði hann nám í sjávarlíffræði.

Miranda Cosgrove komst í heimsmetabók Guinness árið 2011 fyrir að vera hæst launaða 18 ára leikkona sögunnar.

Abigail Breslin komst líka í heimsmetabókina árið 2007 fyrir að vera hæst launaða 10 ára leikkona sögunnar.

Richard Jenkins segist hafa reynt að fá hlutverk í öllum myndum Coenbræðra frá Raising Arizona 1987 til O Brother, Where Art Thou? árið 2000 án árangurs þrátt fyrir prufumyndatökur í þeim öllum. Eftir það ákvað hann að reyna ekki aftur að fá hlutverk í Coenmynd. Tveimur árum síðar hringdi Ethan Coen í hann og bauð honum hlutverk í The Man Who Wasn’t There.

richard-jenkins-liberalarts

Jessica Brown Findlay lærði ballett á sínum yngri árum og ætlaði sér alltaf að verða atvinnudansari. Þegar hún var 15 ára var hún svo góð að henni var boðið að dansa með rússneska Kirovballettinum, en slæm meiðsli á ökkla gerðu út af við frekari framavonir á því sviði. Þá ákvað hún að gerast leikkona.

Emma Thompson, systir hennar Sophie Thompson og móðir þeirra, Phyllida
Law, búa allar við sömu götuna, hver í sínu húsi í West Hampstead-hverfi í
Norður-Lundúnum.

Timothy Spall greindist með hvítblæði árið 1996 en tókst að sigrast á því.

spider man foxx

Jamie Fox er eini leikarinn sem hefur verið tilnefndur til þrennra Golden Globe-verðlauna fyrir leik sama árið.

Theresa Palmer var „uppgötvuð“ svo að segja úti á götu og fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk árið 2005 án nokkurrar reynslu eða þjálfunar í leiklist. Þetta var í myndinni 2:37 og síðan hefur hún haft nóg að gera.