Drápseðli Val Kilmer

Einn af toppmönnum innan New Line Cinema framleiðslufyrirtækisins, Toby Emmerich að nafni, hefur fengið þá flugu í höfuðið að hann langi til þess að gera mynd sjálfur frekar en að vera sífellt bak við tjöldin. Hann skrifaði reyndar handritið að kvikmyndinni Frequency (sem var þó ekki mjög gott), þannig að hann hefur þó einhverja reynslu. Hann fékk síðan vin sinn Ron Shaye sem einnig er í toppstöðu hjá New Line, til þess að skrifa með sér handrit að nýrri mynd. Það handrit hefur nú litið dagsins ljós og er að mynd sem mun bera nafnið Killer Instinct. Þeir fengu síðan Val Kilmer ( The Saint ) til þess að leika aðalhlutverkið í myndinni, sem mun fjalla um ríkan athafnamann sem heldur að hann hafi komist upp með morð, þangað til að ástkonu hans fer að gruna sitthvað.