Dótakassi Fast 8 skoðaður – Myndband!

Eins og flestum ætti að vera í fersku minni þá var bílatryllirinn Fast and Furious 8, tekin upp hér á landi að hluta, m.a. á Akranesi og á norðurlandi. Hingað til lands komu ýmis farartæki sem notuð eru í myndinni, en þó ekki allur sá floti af glæsibílum sem sjá má í nýja myndbandi úr „dótabúð“ myndarinnar, en þarna sýnir starfsmaður myndarinnar áhorfendum hvern glæsivagninn á fætur öðrum.

fast8

Leikstjóri myndarinnar er leikstjóri Straight Outta Compton, F. Gary Gray, og því má svo sannarlega eiga von á góðu enda var Straight Outta Compton þrælgóð.

Markaðsdeild Fast 8 hefur verið dugleg að leyfa aðdáendum að fylgjast með ýmsu er snýr að myndinni á YouTube rás myndarinnar, og myndbandið hér að neðan er einmitt ættað þaðan, en þarna má m.a. sjá ýmsa leikara myndarinnar inni í skemmunni, meðal annars nýliðann Scott Eastwood, sem gerir smá grín undir lok myndbandsins.

Myndin verður frumsýnd hér á landi 14. apríl, 2017.

Kíktu á myndbandið hér fyrir neðan: