Leikstjórinn Richard Donner ( Superman ) hefur nú ákveðið að taka að sér að leikstýra kvikmyndinni Crazy Taxi eftir samnefndum tölvuleik. Leikurinn þótti víst ekki mjög góður og tæpt er að sjá hvernig Donner takist að gera þetta að góðri mynd en aðspurður sagðist hann hafa áhuga á þeim möguleikum sem myndin mundi bjóða upp á í sambandi við tækni og kvikmyndatöku. Engir leikarar hafa enn verið nefndir til sögunnar.

