Hinn skemmtilegi leikari Don Cheadle mun í fyrsta sinn setjast í leikstjórastólinn. Hann ætlar að leikstýra myndinni Tishomingo Blues, sem byggð er á sögu eftir Elmore Leonard (sá sem skrifaði m.a. bókina Get Shorty ). Inniheldur sagan tvo menn, dýfingameistara og svartan bófa frá Detroit, gerist í hjarta Dixie þ.e. Missisippi og þar um kring, bætum við mafíunni, Vernice einni en hún er landeigandi, óvæntum ástarþríhyrningi og endurgerð þrælastríðsins þar sem byssurnar eru allar hlaðnar, og við erum ennþá ekki farin að kafa ofan í söguna. Ef Cheadle ákveður að leika einnig í myndinni, auk þess að leikstýra, yrði hann væntanlega glæpóninn Robert Taylor, en hann hefur þó ekki enn ákveðið sig í því sambandi.

