Eins og flestum er kunnugt er talan 666 best þekkt sem númer djöfulsins (e. The Number of the Beast). Þau merku, eða öllu heldur myrku tíðindi urðu nú um helgina að nákvæmlega 666 gestir mættu á hrollvekjuna The First Omen sem þýddi að myndin er sú fimmta vinsælasta í bíó á Íslandi. Það mætti halda að myrkraöflin hafi hér átt hlut í máli enda fjallar hryllingsmyndin einmitt um andsetningu, þar sem hinn illi tekur sér bólfestu í barni.
Ofurskrímsli í hæstu hæðum
Annarskonar djöfulgangur var á toppi listans þar sem ofurskrímslin Godzilla og King Kong leika enn lausum hala, bíógestum til mikillar ánægju. Í öðru sæti er svo Kung Fu Panda 4 og í hinu þriðja vísindaskáldsagan Dune: Part Two. Hin nýja mynd helgarinnar, hefndartryllirinn Monkey Man fór rakleiðis í sjötta sæti aðsóknarlistans.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: