Nýlega fóru af stað sá orðrómur að Disney kvikmyndaverið hafi breytt væntanlegri teiknimynd sinni, Tangled, til að höfða meira til ungra drengja. Áttu þeir að fara bætt inn í myndina hasar- og bardagatriðum líkt og þeim sem sjást í myndunum um njósnaran Jason Bourne. Disney hefur nú staðfest þetta.
Disney-menn létu eftir sér í viðtali við LA Times að þeir muni ekki gera fleiri prinsessumyndir, á borð við hinar klassísku Fríðu og Dýrið, Þyrnirós og Öskubusku, vegna þess að þær útiloka karlkynsáhorfendur. Þar að auki hafi ungar stelpur í dag ekki áhuga á að verða prinsessur lengur.
– Bjarki Dagur