Jólamyndin Violent Night, þar sem Jólasveinninn kljáist við harðsvíraða glæpamenn, rétt eins og John McClane gerði í annarri jólamynd, Die Hard, hér um árið, gerði sér lítið fyrir og fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um nýliðna helgi. Hún sendi þar með fyrrverandi toppmyndina Black Panther: Wakanda Forever niður í þriðja sæti listans, en Black Panther hafði setið á toppnum í þrjár vikur samtals.
Í öðru sæti er sem fyrr teiknimyndin Skrýtinn heimur.
Black Panther yfir Black Adam í samanlögðum tekjum
Þegar litið er á nokkrar samtölur á tekjuhlið kvikmyndanna á listanum má sjá að samanlagðar tekjur Black Panther: Wakanda Forever eftir fjórar vikur á lista eru nú 30,3 milljónir króna. Black Adam er komin í 30,7 milljónir eftir sjö vikur á lista og tekjur hrollvekjunnar Smile eru 32 milljónir eftir tíu vikur á lista.
Minions: The Rise of Gru er hinsvegar lang tekjuhæst þeirra mynda sem er í bíó með 70 milljónir eftir 23 vikur í sýningum.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: