Leikstjórinn og handritshöfundurinn Christopher McQuarrie ( The Way of the Gun ) hefur selt handrit eitt sem hann skrifaði og fjallar um ævi og sigra Alexanders Mikla. Alexander þessi, konungur Makedóníu, reyndi að sigra heiminn og tókst það að miklu leyti. Hann dó í Alexandríu, nefndri eftir honum, aðeins rétt rúmlega þrítugur að aldri og réði þá yfir stórum hluta hins þekkta heims. McQuarrie ætlaði sér alltaf að leikstýra myndinni sjálfur, en þegar honum voru borgaðar háar summur fyrir handritið, gaf hann eftir og seldi. Nú hefur leikstjórinn Martin Scorcese og leikarinn snoppufríði Leonardo DiCaprio tekið að sér leikstjórn og aðalhlutverk myndarinnar. Þetta verður þá í annað sinn sem þeir vinna saman, en þeir voru nú nýlega að ljúka gerð myndarinnar Gangs of New York sem verður frumsýnd næsta sumar.

