Depp og Nolan í samstarf

Kvikmyndaleikarinn Johnny Depp á í viðræðum um að leika aðalhlutverkið í Transcendence,  sem verður fyrsta leikstjórnarverkefni kvikmyndatökumannsins Wally Pfister, sem hlaut Óskarsverðlaunin fyrir töku myndarinnar Inception eftir Christopher Nolan. Það er Deadline.com sem segir frá þessu.

Tökur eru sagðar eiga að byrja snemma á næsta ári. Handritið skrifar Jack Paglen.

Söguþráður myndarinnar hefur ekki verið gerður opinber ennþá. Christopher Nolan og Emma Thomas eru framleiðendur og Alcon Entertainment fjármagnar.

Pfister hefur gert alls sjö myndir með Nolan og Thomas, þar á meðal The Dark Knight Rises og Memento. Hann tók einnig Moneyball og The Italian Job.