Depp, Law og Farrell taka við kyndli Ledgers

Mynd Terry Gilliam The Imaginarium of Doctor Parnassus hefur verið bjargað frá dauða að mati margra. Eins og flestir vita þá lést leikarinn Heath Ledger fyrir stuttu síðan og hlutverk hans í myndinni var hálfklárað og leit allt út fyrir, á tímabili, að hætta yrði við gerð myndarinnar.

Nú hefur nýju lífi verið blásið í myndina þar sem stórleikaratríóið Johnny Depp, Jude Law og Colin Farrell hafa allir samþykkt að leika í myndinni! Í myndinni umbreytist persóna Ledgers í 3 mismunandi karaktera sem leikararnir munu halda uppi í sitthvoru lagi.

Óljóst er hvort það verði töf á gerð myndarinnar, en eins og er þá verður hún frumsýnd 2009.