Del Toro og þytur í laufi

Leikstjórinn góði Guillermo Del Toro er heitur þessa stundina, enda er fastlega búist við því að næsta mynd hans, sem er Blade II, verði stórsmellur. Disney veldið álítur að hann sé ónýtt auðlind, svipað og Peter Jackson var fyrir New Line Cinema, og því hefur Disney beðið Del Toro um að gera fyrir sig kvikmynd í fullri lengd eftir bókinni Wind In The Willows (Þytur í laufi á því ilhýra) sem skrifuð var árið 1908 af Kenneth Grahame. Á hún að vera bæði leikin og tölvugerð, og yrði kostnaðurinn hár. Del Toro fær sjálfur að ráða því hver skrifar handritið, þó Disney verði að sjálfsögðu að vera honum sammála í því efni. Nú er bara að sjá hvað gerist.