Del Toro í Guardians of the Galaxy

Leikarinn Benicio del Toro hefur verið ráðinn í stórt hlutverk í Marvel-myndinni Guardians of the Galaxy, sem leikstýrt er af James Gunn.

wolfman del toro

Del Toro er þekktur fyrir hlutverk sín í myndum eins og Sin City, Traffic og The Wolfman.

Ekki hefur verið opinberað hvaða hlutverk del Toro komi til með að leika, en í frétt Deadline vefmiðilsins segir að del Toro, sem síðast var orðaður við hlutverk John Harrison í Star Trek Into Darkness, sem Benedict Cumberbatch hlaut á endanum, muni verða persóna sem mun koma fram í fleiri Marvel myndum í framtíðinni, sem þýðir að leikarinn  hefur skrifað undir samning um að leika hugsanlega í mörgum myndum.

Tökur á Guardians of the Galaxy eiga að hefjast nú í júní og frumsýning er áætluð í ágúst á næsta ári.

Söguþráður myndarinnar er eitthvað á þessa leið: bandarískur flugmaður endar uppi í geimnum í hringiðu allsherjar átaka, og leggur á flótta ásamt framtíðarlegum fyrrum föngum, sem ráða yfir einhverju sem öllum langar í.

Aðrir leikarar í myndinni eru meðal annars Karen Gillan, sem leikur aðal kvenillmennið, Chris Pratt í hlutverki Peter Quill/Star-Lord, Zoe Saldana, úr Avatar, í hlutverki Gamora, Dave Bautista, úr Riddick, sem Drax the Destroyer, Michael Rooker, úr The Walking Dead, sem Yondu, John C. Reilly, úr Step Brothers, sem Rhomman Dey ásamt Glenn Close,  Lee Pace og Ophelia Lovibond.