Deadpool kitla sló heimsmet

Everyone deserves a happy ending… kitlan sem allir hafa beðið eftir fyrir ofurhetjukvikmyndina Deadpool & Wolverine, sló heimsmet þegar hún var frumsýnd á sunnudaginn síðasta með 365 milljón áhorf á 24 klukkutímum.

Leikstjóri myndarinner er Shawn Levy en helstu leikarar eru Ryan Reynolds, Hugh Jackman, Emma Corrin, Morena Baccarin, Rob Delaney, Leslie Uggams, Karan Soni og Matthew Macfadyen.

Deadpool myndir númer 1 og 2 slógu í gegn um allan heim á sínum tíma og námu tekjur myndanna í Bandaríkjadölum 783 milljónum og 786 milljónum.

Deadpool and Wolverine (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 79%

Wade Wilson er nennulaus, búinn að skilja við sitt annað sjálf, ofurhetjuna orðljótu Deadpool, og lifir borgaralegu venjulegu lífi. En þegar ógn steðjar að heimahögunum þarf Wade að taka ofurhetjugallann ofan úr hillu og vinna með Wolverine, sem er jafnvel enn áhugalausari....

Von er á kvikmyndinni í bíó í Bandaríkjunum 26. júlí næstkomandi en á Íslandi verður myndin frumsýnd enn fyrr, eða 24. júlí.

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stórar.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: