Star Wars þorparinn eftirminnilegi Darth Maul, úr Star Wars: The Phantom Menace, fær nýtt líf í nýrri teiknimyndablaða – stuttseríu frá Marvel á næsta ári. Sagan mun ná yfir fimm Marvel teiknimyndasögublöð. Vinsældir Darth Maul sem persónu í The Phantom Menace, urðu til þess að hann kom við sögu í Star Wars teiknimyndum í framhaldinu, auk þess sem ekki er útilokað að hann muni fá gerða um sig sérstaka mynd í framtíðinni.
Á meðan aðdáendur bíða eftir að lesa um ný ( gömul ) ævintýri persónunnar, þá geta þeir farið á opinberu Star Wars heimasíðuna og kosið um uppáhalds atriðið þar sem illmennið kemur við sögu.
Stuttserían kemur í búðir í febrúar 2017. Hún mun fjalla um Darth Maul á yngri árum, þegar hann var í læri hjá hinum ófrýnilega meistara skuggahliðarinnar, Darth Sidious.
Það sem er áhugavert við þessa stuttseríu er að þarna er Disney í fyrsta skipti að færa sig aftar í tímann í Star Wars en það hefur áður gert. Hvorki teiknimyndasögurnar, sjónvarpsþættir, eða kvikmyndir, hafa gerst á þessu tímabili.
Von er á miklu Star Wars efni á komandi árum. Bæði Star Wars myndum, sem og hliðar myndum og stökum myndum um einstakar persónur ( Han Solo myndin t.d. ) og atvik.
Smelltu hér til að kjósa uppáhalds Darth Maul atriðið. Þau sem koma til greina eru úr Star Wars.:The Phantom Menace, Clone Wars teiknimyndunum og Rebels sjónvarpsseríunni.