Danskt drama vinsælast á DVD

Danska dramað Jagten með Mads Mikkelsen í hlutverki leikskólakennara sem er ranglega ásakaður um barnaníð, fór beint á topp nýja íslenska DVD/Blu-ray listans.

Í öðru sæti er toppmynd síðustu viku, The Last Stand með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverkinu og ný í þriðja sætinu situr norski Óskarskandidatinn Kon Tiki. 

Í fjórða sæti og stendur í stað á milli vikna er myndin Silver Linings Playbook og í fimmta sæti, niður um þrjú sæti, er hamfaramyndin The Impossible. 

Tvær nýjar myndir eru á listanum til viðbótar. Í 18. sætinu er Lola Versus og í 20. sætinu kemur inn myndin The Baytown Outlaws.

Sjáðu 20 vinsælustu myndirnar á DVD og Blu-ray á Íslandi í dag hér fyrir neðan:

Danskt drama vinsælast á DVD

Danska dramað Jagten með Mads Mikkelsen í hlutverki leikskólakennara sem er ranglega ásakaður um barnaníð, fór beint á topp nýja íslenska DVD/Blu-ray listans.

Í öðru sæti er toppmynd síðustu viku, The Last Stand með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverkinu og ný í þriðja sætinu situr norski Óskarskandidatinn Kon Tiki. 

Í fjórða sæti og stendur í stað á milli vikna er myndin Silver Linings Playbook og í fimmta sæti, niður um þrjú sæti, er hamfaramyndin The Impossible. 

Tvær nýjar myndir eru á listanum til viðbótar. Í 18. sætinu er Lola Versus og í 20. sætinu kemur inn myndin The Baytown Outlaws.

Sjáðu 20 vinsælustu myndirnar á DVD og Blu-ray á Íslandi í dag hér fyrir neðan: