Leikkonan Dakota Johnson hefur verið ráðin í hlutverk Anastasia Steele í myndinni sem gera á eftir hinum erótísku og gríðarvinsælu bókum 50 Shades of Grey sem Universal Pictures og Focus Features framleiða.
Dakota, sem er dóttir leikaranna Don Johnson og Melanie Griffith, mun leika hina ungu menntaskólastúdínu sem fer í kynferðislegt samband með Christian Grey, ungum iðnjöfri, sem tekur meydóm hennar. Hún verður ástfangin af honum, en hann gerir þá kröfu til hennar að hún verði sér undirgefin í kynlífinu og opni sig fyrir kvalalostakynlífi ( S&M ). Þetta veldur henni hugarangri, því að öllu öðru leyti er Grey fullkominn.
Dakota sást nýlega í The Five-Year Engagement og 21 Jump Street.
Enn er ekki búið að ráða í hlutverk Grey, en von er á tilkynningu um það bráðum.
Sagan er eftir E L James, og hafa 50 Shades of Grey bækurnar selst í meira en 70 milljónum eintaka um allan heim.
Kelly Marcel skrifaði handritið.
Myndin verður frumsýnd 1. ágúst á næsta ári, 2014.